Moltugerð á stúdentagarða

Moltugerð á stúdentagarða

Um er að ræða tilraun sem felst í því að koma fyrir tunnum undir lífrænan úrgang á stúdentagörðunum við Eggertsgötu sem íbúar geta nýtt sameiginlega. Þessar tunnur yrðu tæmdar reglulega af Reykjavíkurborg.

Points

Það er mikilvægt að endurnýta sem best hið ógurlega magn af sorpi sem verður til á íslenskum heimilum. Til þess að það sé gert verður að vera aðgengilegt fyrir heimili að flokka heimilissorp, sem það er ekki á stöðum þar sem margir búa saman í blokkum án persónulegra lóða. Stúdentagarðarnir eru tilvalin staðsetning fyrir tilraun af þessu tagi. Þar búa margir sem myndu fegnir taka upp þann góða sið að flokka lífrænt frá ólífrænu og taka hann með sér á aðra staði að loknu námi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information