Betri lýsingu á göngustíginn við innkeyrslu/bílastæði Austurbæjarskóla

Betri lýsingu á göngustíginn við innkeyrslu/bílastæði Austurbæjarskóla

Á gönguleiðinni meðfram bílastæðunum eru 2 ljósastaurar. Lýsing er of dauf. Svæðið er myrkvað á morgnanna. Þarf að "skrúfa upp" birtuna, setja sterkari perur, eða tvöfalda núverandi ljósker og bæta við einum ljósastaur þar sem bílarnar keyra yfir göngustíginn nær skólanum.

Points

Innkeyrslan er hugsuð sem hringur og stæðin sem eru merkt P 5 mín eru skilgreind sem sleppistæði. Þetta skilti (skammtímastæði) kann að valda þessum ruglingi. Betur færi á því að þarna væri skilti "bannað að leggja" - sleppistæði þannig að hringurinn virkaði.

Börn ganga um nánast óupplýstan göngustíg á morgnanna þar sem bílar keyra yfir á tveimur stöðum.

Það er einn stakur ljósastaur við stéttina og sleppistæðin nær skólanum, auk þessara tveggja við göngustíginn. Það mætti því hugsanlegt leysa þetta vandamálið með því að auka einfaldlega ljósstyrkinn eða birtustigið á þessum þremur staurum við göngustíginn í október og yfir myrkustu mánuðina nóv/des/jan/feb.

Það, að bílar þurfi að keyra tvisvar yfir gönguleiðina til að komast á bílastæðið, er auðvitað út í hött. Þessi hönnun er óskiljanleg. En gönguleiðin er illa lýst og þar að auki stoppa margir bílstjórar á miðri gönguleið barnanna, til að hleypa börnum úr bílum, í stað þess að nota þar til gerð skammtímastæði í það. Ég myndi líka vilja sjá málaðar yfirborðsmerkingar á þessari gönguleið.

Það, að bílar þurfi að keyra tvisvar yfir gönguleiðina til að komast á bílastæðið, er auðvitað út í hött. Þessi hönnun er óskiljanleg. En gönguleiðin er illa lýst og þar að auki stoppa margir bílstjórar á miðri gönguleið barnanna, til að hleypa börnum úr bílum, í stað þess að nota þar til gerð skammtímastæði í það. Ég myndi líka vilja sjá málaðar yfirborðsmerkingar á þessari gönguleið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information