Hverfið okkar vantar "grasagarð" - frábær staðsetning væri við Gufunesbæinn.

Hverfið okkar vantar "grasagarð" - frábær staðsetning væri við Gufunesbæinn.

Fallegt umhverfi sem býður upp á mikla möguleika í samstarfi við ýmis félög í hverfinu, s.s. Rótarýklúbb Grafarvogs. Planta trjám - gera göngustíga, setja niður bekki o.fl. Svæðið milli Gufunesbæjar og Skemmtigarðsins mjög ákjósanlegt :)

Points

Gamlir öskuhaugar verða oft yndislegir garðar. Myndi líka bæta ásýnd svæðisins og hverfisins. Fullt af grænum fingrum í Grafarvogi sem myndu leggja hönd á plóg og enn fleiri sem myndu njóta þess að skoða. Gætum haft sýnishorn af ýmiskonar garðhönnun td. Japanskan garð, rósagarð, garða eftir árstíðum...

Sé fyrir mér útivistarsvæði, þar sem fullorðinir og börn í hverfinu mega njóta saman, n.k. Hellisgerði (Hafarfjörður) eða Grasagarður (Laugardalur). Félagasamtök og klúbbar í hverfinu geta sameinast um að gera vistlegt og eftirsóknarvert svæði með tengingu við gamla bæinn Gufunes og Skemmtigarðinn - þar mætti setja upp sparkvelli, hjólabrettasvæði o.m.fl. :)

Alveg borðleggjandi að rækta upp svæðið í Gufunes fyrir skemmtilegan og fallegan garð, þar sem hægt væri að fara með nesti eða grilla sér eitthvað. Búa til smá hverfisvitund. Allir eru heima hjá sér því engin aðstaða er til að rölta út og njóta útivistar í fallegu umhverfi. Um að gera að planta trjám og gróðri þarna, búa til tún og setja upp bekki og ruslafötur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information