Að strætó gangi líka um helgar - leið 5 - ég á heima neðst í Hraunbænum

Að strætó gangi líka um helgar - leið 5 - ég á heima neðst í Hraunbænum

Það er leiðinlegt að komast ekkert um helgar nema labba langar leiðir í aðra vagna og ekki hægt ef það er mjög leiðinlegt veður.

Points

Ég á heima neðst í Hraunbænum og leið 5 gengur niður Rofabæinn virka daga en EKKI UM HELGAR! Ef manni langar að skreppa í Kringluna þarf að ganga langt og missir þá oft af strætó. Ef það er leiðinlegt veður sleppir maður þessu bara. Mér finnst ósanngjarnt að leið 5 skuli ekki ganga um helgar, aðalvagninn í hverfinu, ég veit ekki til að það sé svona í öðrum hverfum að aðalvagninn gangi ekki um helgar.

Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd og telur hana ekki tæka í kosningu um Betri hverfi. Hugmyndin er ekki um smærra viðhalds- eða nýframkvæmdaverkefni. Faghópurinn mun við endanlega uppstillingu hugmynda til kosningar mælast til þess að þessari hugmynd verði vísað til Strætó bs.

Ég er alveg sammála því að það er löngu kominn tími á að strætó gangi í það mál að leið 5 þjónusti árbæ á kvöldin og um helgar. Ég er farinn að fá leið á því að leið 19 ein og sér þjónusti árbæ á kvöld- og helgartíma. Ég er búinn að senda fyrirspurnir til strætó og strætó gerir ekkert í þessu. Ég sagði strætó líka að ég er orðinn dálítið þreyttur á þessu. Svo hef ég líka tekið eftir því að enginn er að nota leið 19 í hálsahverfi. Þess vegna vil ég biðja strætó kurteisislega um að athuga þetta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information