Samkeppni um útilistaverk á Kjalarnesi

Samkeppni um útilistaverk á Kjalarnesi

Ég sé fyrir mér að samkeppnin yrði hugmyndasamkeppni um hvernig útilistaverk gæti fegrað umhverfið á Kjalarnesi - frumlegt útilistaverk gæti sett skemmtilegan svip á umhverfi sitt. Samkeppnin gæti verið alveg opin en einnig væri hugsanlegt að tengja hana við menningu svæðisins.

Points

Útilistaverk gæti fegrað enn frekar fallegt umhverfi á Kjalarnesi. Nú eru engin listaverk á opnum svæðum á Kjalarnesi, hvorki í Grundarhverfi né meðfram þjóðveginum. Samkeppni um útilistaverk gæti kallað fram góðar hugmyndir um hvernig hægt væri að fegra umhverfið á frumlegan hátt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information