Almenningsklósett í Hljómskálagarðinn

Almenningsklósett í Hljómskálagarðinn

Það sárvantar almenningsklósett í Hljómskálagarðinn ef hann á raunverulega að nýtast sem vettvangur fyrir Reykvíkinga og gesti borgarinnar til að leika sér og njóta sólarinnar.

Points

Hljómskálagarðurinn hefur notið vaxandi vinsælda á síðustu árum. Margir koma þar saman og nýta leiktækin sem þar eru, njóta sólarinnar, spila fótbolta, grilla á fínum útigrillum sem borgin leggur til og svo má lengi telja. Nú er manneskjan einu sinni svo gerð að hún þarf að pissa öðru hvoru en engin klósett eru í garðinum og enginn í næsta nágrenni. Það er ótækt að hlaupa í Ráðhúsið, sem er væntanlega næsta almenningsklósett, í miðjum kubbleik svo gott dæmi sé tekið.

Þetta er rétt hjá Halldóru. Við ættum að efla almenningsgarðmenningu okkar Reykvíkinga (og gesta) en til að svo sé hægt þarf salerni í nágrennið.

Góð hugmynd, mjög þarft. Reyndar er styttra að fara yfir á N1 en ráðhúsið, en engu að síður of langt.

Góð hugmynd, mjög þarft. Reyndar er styttra að fara yfir á N1 en ráðhúsið, en engu að síður of langt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information