Stöðvunar- í stað biðskyldu á horni Laugarnesvegar/Borgartúns í vesturátt

Stöðvunar- í stað biðskyldu á horni Laugarnesvegar/Borgartúns í vesturátt

Breyta þarf biðskyldu í stöðvunarskyldu þar sem hægribeygja er af Laugarnesvegi vestur Borgartún. Hættulegt horn með mikilli umferð gangandi og hjólandi barna á mörkum 50 og 30 km. svæða.

Points

Hornið er erfitt yfirsýnar fyrir bílstjóra sem aka suður Laugarnesveg og ætla til hægri Borgartún, þrengra en 90° til vinstri, umferð er úr öllum áttum og sérlega mikil umferð gangandi og hjólandi á götum og gangstéttum. Þarna er sérstakrar aðgátar þörf, ekki síst þar sem mikið er um ógætilegan akstur.

Það væri strax stuðningur við þessa hugmynd, ef hægt væri að fella niður háu trégirðinguna á horninu, utan um lóðina þar sem áður stóð Laugarnesvegur 51. Girðingin sú skapar mikla skugga og þarna verður sérlega erfitt að fara um gangstéttina ef einhver snjór er. Best væri að opna vel á allt útsýni þarna - bæði fjarlægja girðingu og gróðurinn þar fyrir innan.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information