Gangbrautin á Hringbraut við Þjóðminjasafnið

Gangbrautin á Hringbraut við Þjóðminjasafnið

Hringbrautargangbrautin við Þjóðminjasafnið er mjög fjölfarin vegna umferðar ferðamanna og háskólanema. Hún var nýverið lagfærð og færð nær Melatorgi. Hún er nú öruggari fyrir gangandi vegfarendur en um leið veldur hún nú því að umferð stöðvast alla leið inn á torgið þegar rautt ljós logar í austurátt. Þarna ættu í raun að vera undirgöng, ef einhversstaðar er þörf á slíku. Það myndi bæði bæta öryggi allra gangandi vegfarenda og um leið bæta mjög umferðarflæðið í og úr Vesturbænum.

Points

Öryggi gangandi vegfarenda myndi aukast til muna á þessari fjölförnu leið og um leið myndi umferðarflæði batna. Stíflur þar sem umferð er stopp inn á Melatorg myndu heyra sögunni til. Aðgengi norðanmegin frá yrði sennilega að vera frá Tjarnargötu vegna þrengsla þeim megin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information