Hundagerði í Árbæ/Norðlingaholt

Hundagerði í Árbæ/Norðlingaholt

Að reist verði hundagerði í hverfinu þar sem hægt verði að sleppa hundum lausum á afgirtum og öruggum stað.

Points

2012 risu þrjú hundagerði í Reykjavík í öðrum hverfum borgarinnar. Það hefur mælst vel fyrir hjá hundaeigendum og eru slík gerði kjörin leið til þess að hundaeigendur í hverfinu geti gengið með hunda sína og svo sleppt þeim á stað sem er leyfilegur til lausagöngu og er jafnframt öruggur fyrir hundana. Það eru því hagsmunir bæði hundaeigenda og annara borgara að gerði sem slík rísi til þess að stuðla að sátt og samlyndi milli þessara tveggja hópa.

Við Norðurenda Rauðavatns er nokkuð um fyrrum sumarbústaðalóðir sem henta vel til afgirðingar. Þar er hægt að velja úr nokkrum grasblettum, sem sumir eru umkringdir gömlum grenitrjám sem mynda skjól. Þessi staðsetning myndi gagnast íbúum á fremur stóru svæði. Þangað er aðeins um 1 km ganga frá Norðlingaskóla, 1 km frá Árbæjarskóla og 2 km frá Ingunnarskóla. Þar að auki er aðgengi bíla mjög auðvelt.

Sæl. Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd og óskar eftir hugmyndum um nánari staðsetningu.

Þessi hugmynd kom líka í fyrra en var hafnað að og ein forsendan fyrir því var að hugmynd þurfti að vera betur unninn eins og t.d hvar á þetta hundagerði að vera. Ég mæli með að þú setjir inn einhverja staðsetningu sem þú ert að horfa til.

Hugmyndinni var ekki hafnað fyrr en í kosningunni sjálfri í fyrra.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information