Koma á fót hverfisræktunarreitum

Koma á fót hverfisræktunarreitum

Miðborgin er þéttasti hluti borgarinnar og margir íbúar hafa ekki eign garð til matjurtaræktunar. Það er því rík þörf að útbúa ræktunarreiti fyrir þá íbúa hverfissins sem vilja stunda matjurtarækt. Á lóð heilsugæslustöðvarinnar við Barónstíg er góður skiki á skjólgóðum stað sem nýta mætti betur.

Points

Ég hef heimsótt svona garð í miðborg Vancouver í Kanada og fannst mjög mikið tilkoma. Þar ræktuðu heimamenn matjurtir og blóm og hittust til að ræða landsins gagn og nauðsyniar. Ferðamenn voru afar velkomnir í garðinn. Þar sem garðurinn stendur var áður bensínstöð. Mjög góð skipti þar :)

Frábær hugmynd en er lóðin við heilsuverndarstöðina ekki í einkaeigu ? Hvað með matjurtagarð í stað bílastæða, á Akureyri var mikið rætt eitthvað haustið börn í stað bílastæða. Við erum offramboð af bílastæðum á skólavörðuholtinu við Vörðuskóla , við Hallgrímskirkju og tækniskólann - vonandi kemur einhvern tíman strætóstoppustöð sem framhaldskólanemendur geta nýtt sér og fleiri. Já hvað með að tæta upp malbikið við Vörðuskólann og búa til marjurtagarða þar ? Eru fleiri betri staðir kannski ?

Jú heilsuverndarlóðin er örugglega í einkaeigu. Að mínu mati væri engu að síður gott að byrja þar að því gefnu að samkomulag náist við lóðarhafann. Mér lýst vel á þá hugsun að koma matjurækt inn á svæði þar sem bíllinn hefur yfirhöndina, held að það verði langhlaup. Spurning um að byrja á svæðum þar sem einfaldara væri að byrja, ná upp stemningunni í hverfinu og vinna í framhaldinu fleiri lendur :o).

Víða vestanhafs má finna litla garða að þessu tagi svo nefnda community gardens. Slíkir garðar hafa ekki einungis það hlutverk að veita íbúum aðgang að ræktunarreitum heldur styrkja þeir hverfisvitund íbúa; fólk hittist, spjallar og fær aukin áhuga á nærumhverfi sínu. Til að koma svona garði á laggirnar þarf fyrst og fremst góðan hóp áhugasamra einstaklinga, svæði til ræktunar. Verkefnið væri ekki kostnaðarsamt, en skilaði sér í enn betra hverfi og sterkari samfélagsvitund.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information