Starfsmenn RVK borgar með kúst og skóflu (götusóparar)

Starfsmenn RVK borgar með kúst og skóflu (götusóparar)

Þrátt fyrir góða þjónustu frá Reykjavíkurborg með að senda vinnuvélar til að sópa göturnar í miðbænum, þá gleymist að sópa göturennurnar. Ekki gott að komast að rusli sem safnast í göturennum nema að handhreinsa með kústi eins og í gamla daga.

Points

nánar til tekið eru göturennur við Bergstaðastræti frá Spítalastíg að Skólavðrðustíg mjög sóðalegar. Íbúar hafa tekið upp ruslið af og til en umferð gangandi vegfaranda er svo mikil að það dugar ekki til. Sé að það er þörf á götusópurum út um alla borg.

Styð þá hugmynd almennt að allar götur miðborgarinnar séu sópaðar handvirkt með kústi. Það minnkar hávaðamengun, loftmengun og minnkar slit á gangstéttunum. Núverandi aðferð með þessum stórtæku vinnuvélum er engan veginn viðunandi og illa gert s.s. glerbrot og sígaréttustubbar eftir helgarnar. Ég er til í að taka verkið að mér á Skólavörðustígnum frá horni Bergstaðastrætis niður að Laugaveg. Tek það að mér fyrir 10% minni fjárhæð en verktakinn með vélarnar fær :) Við íbúarnir getum tekið svona smá götustubba í fóstur og minnkað útsvarið okkar?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information