Endurskoða gatnamót Höfðabakka og Vesturhóla

Endurskoða gatnamót Höfðabakka og Vesturhóla

Gatnamót Höfðabakka og Vesturhóla eru með umferðarmeiri gatnamótum sem ekki hafa umferðarljós. Endurskoðun tímabær.

Points

Gatnamótin eru nokkuð hættuleg. Það mætti skoða hvort ekki mætti koma fyrir hringtorgi. Þá mætti endurskoða kröppu beygjuna á Höfðabakkanum, rétt fyrir neðan gatnamótin. Höfðabakkinn átti á sínum tíma að ná út á Breiðholtsbraut, og því var sett þessi krappa beygja á. Hún er mjög varasöm í hálku. Þá mætti skoða að koma fyrir strætóbiðstöðvum við gatnamótin fyrir leiðir 12 og 17. Styttir gönguleiðir fyrir marga. Þá þarf að bæta öryggi gangandi og hjólandi um þessi gatnamót.

Ég vil gjarnan sjá hringtorg við þessi gatnamót, helst sem fyrst. Það er bannað að beygja til vinstri þegar maður kemur upp Fálkabakkann og það gefur augaleið að fólk sem býr í Bökkunum þarf líka að komast í Árbæjarhverfið eins og aðrir. Leiðin um Stekkina er oftast nær teppt þannig að fólk velur frekar þessa leið og tekur stórhættulega u-beygju í staðinn (sem er þó lögleg). Það ætti að vera hringtorg þarna svo fólk sleppi við þessa hættulegu u-beygju.

Það má bæta inn í þessa vinnu að lagfæra hættuleg gatnamót Fálkabakka og Höfðabakka. Það mætti t.d. láta Fálkabakkann ná upp í nýtt hringtorg og láta Höfðabakkann koma meira aflíðandi upp að gatnamótum Vesturhóla. Sjá mynd: https://fbcdn-sphotos-f-a.akamaihd.net/hphotos-ak-prn1/556584_10150757684867238_2094561156_n.jpg

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information