Takmörkun á umferð hunda í móa og fjöru við Ægisíðuna

Takmörkun á umferð hunda í móa og fjöru við Ægisíðuna

Að banna umferð hunda t.d. frá eystri enda Faxskjóls til vestari enda Sörlaskjóls eða öfugt. Bann á Ægisíðu en leyft við hinn endan. Líklega væri Bann vestan megin auðveldara i framkvæmd.

Points

Það er virkilega ljótt að sjá hvernig aðstæður eru við Ægisíðuna stundum. Ég á sjálf hvolp og er "gangandi hundapoki" liggur við. Það er lítið mál að hreinsa upp eftir dýrin en mér finnst vandinn ekki bara liggja þar heldur líka í almennum sóðaskap. Það er of ríkt í íslenskri menningu enn þann dag í dag að henda rusli út úr bíl á ferð eða henda sígarettu eða matarleifum út um allt. Það þyrfti að virkja eftirlit. Hundar þurfa á því að halda að komast í nánd við vatn og lítið er um það í RVK.

Ég er sammála því að sumir hundaeigendur þyrftu að bæta umgengni á Ægissíðunni og finnst ergilegt að framganga lítils hóps hafi slæm áhrif á viðhorf fólks til allra hundaeigenda. Hins vegar get ég ekki séð að það sé raunhæft að banna umferð hunda á opinberum svæðum, enda er hundahald leyft í borginni. Þetta er svolítið eins og að ætla að banna umferð fólks af því að sumir henda rusli á víðavangi.

Þetta er útivistarsvæði þar sem allir hljóta að geta verið saman ég nota þetta svæði mjög mikið fyrir mig og hundinn minn og veit að það gera ansi margir hunda eigendur Því miður eru sóðar líka til sem eiga hunda og þrífa ekki upp eftir þá, ég fer stundum göngu túra gagngert til að hreinsa upp hunda skít og tína rusl það er allt of algengt að fólk hendi rusli út um allt ég hef til að mynda tínt upp notaðar bleyjur og dömubindi Göngum snyrtilega um og virðum hvort annað

Eins og staðan er núna er dettur mér ekki í hug að setjast þarna í grasið eða fara með börn að leika sér í móanum. Það er nú stundum svona og svona með að eigendur þrífi eftir hundana en aðalatriðið er að maður þrífur ekki auðveldlega grasið eftir hundana eins og á gangstéttum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information