Tröppur af Fossvogsvegi niður í Ánaland til að hafa öruggt aðgengi barna o.fl.

Tröppur af Fossvogsvegi niður í Ánaland til að hafa öruggt aðgengi barna o.fl.

Ánaland er eina húsagatan í fossvogi þar sem er engin gangstétt fyrir gangandi vegfarendur inn í götuna. Aðstæður eru þannig að erfitt er um vik að koma því við núorðið. En ef settar yrðu tröppur af Fossvogsvegi niður brekkuna milli húsa nr.42 og 6, þá myndi gatan tengjast gangstéttakerfi.

Points

Það er hættulegt fyrir börn og fullorðna að ganga inn og úr Ánalandi vegna gangstéttarleysis og blindhorns á gatnamótum Ánalands/Eyrarlands. Í Ánalandi eru 9 íbúðir og þar búa nú 8 smábörn. Gangandi vegfarendur eru í hættu. Þetta er eina íbúagatan í hverfinu þar sem engin gangstétt er.

Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd. Hann telur hana ekki tæka í kosningu um Betri hverfi þar sem hér er um einkalóð að ræða og þar með ekki á forræði Reykjavíkurborgar að hlutast til um.

Þar sem ég veit ekki hvernig á að laga innsláttarvillur í eigin texta, geri ég það hér. Í skýringu við hugmynd mína á ekki að standa „milli húsa nr. 42 og 6...", heldur: „milli húsa nr. 4 og 6..." :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information