Ný félagsmiðstöð við Hagaskóla

Ný félagsmiðstöð við Hagaskóla

Verkefnið snýst um að byggja stærra frístundaheimili fyrir Hagskælinga í samvinnu Hagaskóla og Frostaskjóls og gæti kostað 50 milljónir. Staðsetning: KR húsið.

Points

Verkefnið er mikilvægt vegna þess að félagsmiðstöðin rúmar ekki helming krakkanna í Hagaskóla.

vil einungis benda á hvort að Neskirkja gæti lánað safnaðarheimili og kjallara í e-ja starfsemi frístundaheimilis. Þekki ekki nýtingu þess húsnæðis en ef það er laust e-r kvöld í viku tel ég líklegt að kirkjan væri til viðræðu um leigu á húsnæðinu. Tvímælalaust ódýrara en að byggja enn eitt hús á takmörkuðu svæði og stendur við hlið Hagaskóla að auki.

Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað hugmyndina og telur hana ekki tæka í kosningu. Hugmyndin sprengir fjárhagsrammann og þarfnast að auki víðtæks samráðs og stefnumörkunar. Hún ætti betur við inni á Betri Reykjavík. Faghópurinn vill engu að síður halda hugmyndinni í ákveðnu ferli. Hann mun því mælast til þess við endanlega uppstillingu hugmynda til kosningar að hún verði send skóla- og frístundaráði til meðferðar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information