Bættar samgöngur á háskólasvæðinu

Bættar samgöngur á háskólasvæðinu

Háskólasvæðið verði sameinað með betri göngutengingum yfir Suðurgötuna og hægari umferð í götunni

Points

Suðurgatan er falleg og skemmtileg gata. Hún liggur þvert í gegnum háskólasvæðið og tugir/hundruð stúdenta eiga leið yfir hana á hverjum degi. Akandi og gangandi geta hæglega átt þetta svæði saman ef báðir hópar taka tillit til hins. Bílar þurfa að aka rólega í gegnum svæðið og stúdentar að fara varlega. Hluti gangandi umferðar mun fara undir götuna í fyrirhuguðum göngum, en aðrir munu áfram vilja vera uppi á yfirborði. Með góðri hönnun svæðisins er hægt að tryggja öryggi og umferðaflæði allra.

Gott væri fyrir alla að bæta samgöngur innan alls háskólasvæðisins. Það er mjög dreyft í dag og því mikilvægt að bæta samgöngur þar á milli

Í stað enn frekari þrenginga, gönguljósa o.s.frv. þá mundi ég vilja sjá vönduð, upplýst (öryggismyndavélar ef þarf) undir Suðurgötuna, f.aftan gömlu aðalbyggingu Háskólans og upp á bílastæði vestan við götuna. Sömuleiðis skora ég á borgaryfirvöld að gera sams konar undirgöng undir Hringbraut (milli Gamla Garðs og Bjarkargötu EÐA 3ja uppganga göng undir Melatorg, milli Þjóðminjasafns, Þjóðarbókhlöðu og gamla kirkjugarðs (við Útlagann). Komum gangandi og hjólandi umferð í öruggt skjól!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information