Taka sundlaugartúnið unrir leikvöll

Taka sundlaugartúnið unrir leikvöll

Laga þarf sundlaugartúnið, opna það koma fyrir leiktækjum og takmarka umferð hunda ( eða hafa hundana innan girðingar). Staðsetning er við Sundlaug Vesturbæjar og áætlaður kostnaður um 1.000.000 kr.

Points

Bæta þarf aðstöðu barna sem eiga að hafa forgang umfram hunda á þessu svæði.

að mestu sammála tillögu en þarf þó að tryggja að hægt verði að byggja 25m yfirbyggða æfingalaug við Vesturbæjarlaugina. Það ætti að vera forgangsmál vegna ungbarnasunds, æfingasunds skólabarna, æfinga sunddeildar KR, sunds fyrir eldri borgara o.s.frv.

Leiktækin sem voru sett upp við sundlaugina í haust eru frábær. Mér finnst mikilvægt að sinna viðhaldi og endurbótum á þeim fjölmörgu leikvöllum sem eru fyrir á þessu svæði áður en ráðist verður í að útbúa einn enn.

Á túninu fyrir framan laugina, má gjarnan koma fyrir hreystibraut fyrir ungmenni. Og fyrir ofan svæðið hinum megin mætti gjarnan halda áfram að bæta leikaðstöðu fyrir börn. Svo mætti girða hundana af fyrir neðan. Þar er einfaldlega frábær aðstaða fyrir hundeigendur í Vesturbæ og mikið notuð nú þegar. Þarna eiga allir að geta verið í sátt og samlyndi og nóg pláss fyrir alls konar.

Í vesturbæ Reykjavíkur eru 29 opin leiksvæði fyrir börn, all 30.088 fermetrar. Mörg þessara leiksvæða eru í niðurníðslu og væri nær að bæta aðstöðuna á þeim leiksvæðum sem fyrir eru frekar en að bæta enn einum leikvellinum við. Hins vegar hafa hinar fjölmörgu fjölskyldur sem hundar tilheyra ekkert opinbert leiksvæði tileinkað hinum ferfættu fjölskyldumeðlimum. Túnið á bak við Vesturbæjarlaugina hentar einkar vel og gæti orðið enn betra ef aðstaðan væri bætt með girðingu, bekkjum og ruslastömpum.

Viðhaldi á leiktækjum er víða ábótavant til að mynda leikvöllurinn á milli Melhaga og Neshaga hefur það verið þannig að ef eitthvað tæki hefur bilað þá hefur það verið fjarlægt og ekkert komið í staðin en á sama tíma hefur verið dritað niður leikvöllum vítt og breitt um vesturbæinn en þessi tiltekni leikvöllur grotnað niður, það verður að viðhalda þeim leikvöllum sem fyrir eru. Vill líka benda á að 5 til 10 metrum frá þessum nýja leikvelli á vesturbæjar-sundlaugar-túninu er leikskóli og

Vill líka benda á að 5 til 10 metrum frá þessum nýja leikvelli á vesturbæjar-sundlaugar-túninu er leikskóli og mér vitanlega er sá leikvöllur sem leikskólanum fylgir öllum opinn eftir að skóladegi líkur Sá tími er einmitt sá tími sem barnafólk er að nota leikvelli Varðandi hreystibrautina væri frábært að setja hana upp á planinu við Melaskólan

Það er komið nóg af yfirgefnum róló og leiktækjum í borginni. Leyfum sundlaugatúninu að vera standa óbreytt. Þar er hægt að fara í fótbolta á sumrin, eða aðra leiki sem þurfa pláss. Auk þess er þarna oft krakkar á snjóþotum á veturna og oft fólk með hunda. Get ekki séð annað en að túnið er mikið nýtt í dag, en hef aldrei séð neinn vera í þessum leiktækjum sem búið er að setja þarna upp.

Hvernig væri að fá líkamsræktarstöð við sundlaugina líkt og er verið að leggja drög að í Breiðholti? Það er lítið sem ekkert framboð af líkamsræktarstöðvum í Vesturbænum nema maður sé í Háskólanum eða búi nálægt Seltjarnarnesi.

Það er nóg komið af leikvöllum í Vesturbænum, margir þeirra í niðurnýslu og væri nær að lappa upp á þá en að bæta við. Þá hafa hundaeigendur ekki um mörg svæði að velja vilji þeir leyfa hundum sínum að hreyfa sig ólarlausa og umgangast aðra hudna. Krakkar sem gjarnar eru hluti af þeim sem nýta hundatúnið geta ekki keyrt um langan veg til að leika við hundana í boltaleik eða leyfa þeim að hlaupa lausum með öðrum hundum. Þetta er illa ígrundað og skerðið rétt hundaeigenda.

Ég er ekki sammála þessu atriði, þetta tún hefur ekki verið nýtt af neinum nema hundaeigendum með nokkrum undantekningum þegar nýfallinn sjór er þá hefur einstaka sinnum barnafólk komið með börnin sín til þess að leika sér í hólunum og hefur þá hunda fólk vikið fyrir því fólki, varðandi þennan nýja leikvöll sem ég tel reyndar algera peningasóun þá mætti gyrða fyrir brekkuna þannig að ekki hljótist truflun af hundunum sem þar væru að leik ásamt sínum fjölmörgu hundaeigendum Viðhaldi á leiktækjum

Ég er 13 ára stelpa og ég og fjölskyldan mín egum hund. Hundinum mínum finnst mjög! gaman að leika sér með bolta og sundlaugartúnið er tilvalinn staður til að leyfa honum að hlaupa smá. Ef ég get ekki keyrt upp á Geirsnef né tekið hundinn með í strætó hvert get ég annað farið og sleppt honum lausum en á sundlaugartúninu? Ég veit um marga aðra krakka á mínum aldri sem fara þangað, hvert annað egum við að fara ef ekki má fara þangað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information