Lagfæra sleða- og skíðabrekku milli Búlands og Giljalands

Lagfæra sleða- og skíðabrekku milli Búlands og Giljalands

Núverandi brekka er mjög vinsæl en mjög stutt. Þó nokkur flati, jafnvel dæld, er fyrir ofan brekkuna upp að leiksvæðinu. Með því að bæta í jarðvegi, hækka brekkuna og jafna yrði núverandi brekka talsvert lengri og skemmtilegri til sleða- og skíðabruns.

Points

Í hvert sinn sem föl fellur á gras í Fossvoginum fara krakkarnir í hverfinu á sleða, þotum eða skíðum í brekkuna á milli Búlands og Giljalands. Mér skilst að einu sinni hafi ekki verið jafn mikil dæld og nú er fyrir ofan hana og krakkarnir voru að ná bruni frá leiksvæðinu fyrir ofan og alla leið niður að trjánum. Lengri brekka gefur augaleið að er skemmtilegri og rúmar fleiri. Jafnvel mætti hafa í brekkunni öldur eða litlar brekkur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information