Hraðahindrun með gangbraut yfir í skógarlund/fótboltavöll við Bugðu.

Hraðahindrun með gangbraut yfir í skógarlund/fótboltavöll við Bugðu.

Koma fyrir hraðhindrun svipaðri þeim sem fyrir eru á Bugðu mitt á milli þeirra sem staðsettar eru fyrir framan við Hestavað 1 og þeirri sem er milli Krókavaðs og Lindarvaðs. En á þeim kafla er óvenju langt á milli hraðahindrana og hraði óviðunandi þrátt fyrir hraðaskilti sem sýnt hefur yfir 80 km/kl

Points

Á Bugðu er útsýni mjög gott og víðast hvar 100-200 m samkvæmt óformlegri mælingu. Þar er engin þörf á en einum farartálmanum. Hægri réttur á Bugðu er hins vegar eitthvað sem er spurning hvort eigi rétt á sér þar sem gatan er aðal umferðaræðin í gegnum hverfið og ætti að vera sem greiðust fyrir umferð. Mældur meðalhraði á Bugðu endurspeiglar að mínu mati eðlilegan umferðarhraða á þessari götu, 50km/klst.

Á Bugðu eru nú þegar nægilega margar hraðahindranir og hringtorg. Engin þörf á fleiri. Útsýni er gott og hámarkshraði aðeins 30 km/klst.

1# Þarna er óvenju mikill hraði þar sem ökumenn reyna að vinna upp tapaðan tíma á öðrum hindrunum og skv. mælingum lögreglu óku 54% ökumanna of hratt (sjá vefslóð) 2# Mörg börn (og fullorðnir) vilja stytta sér leið yfir götuna á fótboltavöllinn eða í skógarlundinn með því að fara beint yfir götuna úr Kólguvaði og yfir á gögnuslóða sem margir nota til að komast á aðal göngustíg við Bugð. 3# Rúmlega helmingur ökumanna ekur á að meðaltali 45 km/klst sem gerir aðstæður við hægri rétt hættulegar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information