Fleiri botnlangar, minni gegnumakstur, aukið öryggi.

Fleiri botnlangar, minni gegnumakstur, aukið öryggi.

Afmarka mætti betur þær leiðir sem ætlaðar eru til aksturs inn í hverfið og í gegnum það. Öðrum götum mætti loka og breyta í fáfarna botnlanga til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.

Points

Lokun gatna og umbreyting í botnlanga takmarkar umferð við þá sem eiga erindi í viðkomandi götur. Aðgengi íbúa að húsum sínum verður aðeins erfiðara (ef komið er á bíl), en á móti kemur að slíkar breytingar auka umferðaröryggi gangandi barna, eins og gerst hefur t.d. við Bólstaðarhlíð og Skaftahlíð. Fjölskylda mín bjó áður við auðvelt flæði bíla en býr nú í botnlanga. Í því felast mun meiri lífsgæði sem fleiri í hverfinu mættu fá að njóta, sérstaklega í ljósi nálægðar við stórar umferðaræðar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information