Ægisíða

Ægisíða

Ekki framlengja Ægisíðu út á Suðurgötu, því þá eru komnar götur beggja megin við barnaheimilið.

Points

Með því að setja götu eins og rætt hefur verið um við leiksólann er verið að skapa ákveðna hættu. Við eigum að beina umferð frá leikskólum ferkar en að beina þeim að skólunum.

Sem stendur er töluverð bílaumferð um Ægisíðu til austurs og gegnum Starhaga. Einnig brennur ósjaldan við að ökumenn virða ekki einstefnu Starhagans og aka frá Suðurgötu í átt að Ægisíðu með verulegri hættu fyrir vegfarendur. Umferðarteppur á álagstímum frá Starhaga og yfir Suðurgötu til norðurs er einnig vandamál. Með lengingu Ægisíðu sunnan við barnaheimili og tengja við Suðurgötu með hringtorgi við suðurenda flugbrautar eykur öryggi verulega. Aðkomu að barnaheimili þarf þó að tryggja vel

Alls ekki framlengja Ægisíðu til suðurs! Myndi aldrei senda barn í leikskóla með 2 stórar götur sitthvoru megin við húsið. Akbraut áfram Ægisíðu til suðurs væri umhverfisslys. Við eigum nú ekki mikið af útivistarperlum í Reykjavík. Eigum við að búa til "Miklubraut" við fallegasta göngustíginn og útivistarsvæðið í hverfinu? Hversu langt eigum við að ganga í að setja bílaumferð í forgang? Búa frekar til umhverfi sem hvetur umferð gangandi og hjólandi á svæðinu.

Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki um ákveðið smærra viðhaldsverkefni eða nýframkvæmd og fellur því ekki að skilgreiningum um verkefni í Betri hverfum. Faghópur vill engu að síður halda hugmyndinni í ákveðnu ferli. Hann mun því mælast til þess við endanlega uppstillingu hugmynda til kosningar að þessi hugmynd verði tekin inn í umræðuna um hverfisskipulag sem fer í gang á næstunni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information