Stækka lóð Melaskóla.

Stækka lóð Melaskóla.

Ef lóð Melaskóla er stækkuð yfir Neshaga milli Furumels og innkeyrslu að bílastæði Neskirkju myndi rými lóðarinnar aukast töluvert. Þar væri hægt að koma fyrir margumtöluðum "battavelli" sem ekki er rými fyrir á núverandi skólalóð. Einnig mætti stækka lóðina yfir Furumel milli Melhaga og Hagamels.

Points

Melaskóli er fjölmennasti barnaskóli (yngsta- og miðstig, 6 til 12 ára nemendur) í Reykjavík með eina minnstu skólalóðina. Þrátt fyrir að frímínútur séu tvískiptar er skólalóðin of lítil til að börnin hafi nægilegt rými til boltaleikja. Mikil gegnumstreymisumferð fer um Neshaga og kannanir sýna að bílstjórar virða ekki 30 km hámarkshraða. Í skólanum eru tæplega 600 nemendur sem eru á ferðinni á sama tíma og nemendur í Hagaskóla. Nemendur sækja íþróttakennslu yfir götuna í íþróttahús Hagaskóla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information