Strætó úr Skerjafirði út í KR og í skólana

Strætó úr Skerjafirði út í KR og í skólana

Til að auðvelda börnum í Skerjafirði að komast í íþróttir í KR og aðrar tómstundir þarf að tengja strætó úr Skerjafirði við aðra hluta hverfisins en það er orðið löngu tímabært að bæta úr þessu.

Points

Það er orðið löngu tímabært að bæta almenningssamgöngur við Skerjafjörðinn með því móti að vagninn þaðan fari í aðra hluta Vesturbæjarins eins og t.d. út í KR og í félagsmiðstöðina í Aflagranda. Vagninn myndi þá nýtast bæði börnunum sem stunda íþróttir og eldri borgurum sem vilja fara í félagsstarf í Aflagranda eða versla í Melabúðinni því engin verslun er til staðar í Skerjafirðinum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information