Öruggt aðgengi að Laufásborg.

Öruggt aðgengi að Laufásborg.

Breyta Bergstaðastræti á milli Njarðargötu og Baldursgötu í vistgötu eða gera með þeim hætti að aðgengi að Laufásborg verði betra en nú er. Núna er þarna kaos dag eftir dag þar sem lagt er upp um allar gangstéttir og á hálfri götunni þegar foreldrar eru að koma með og sækja börnin, oft í myrkri.

Points

Mögulega mætti gera þetta sem nokkurs konar torg á mótum Bergstaðastrætis og Bragagötu þar sem er talsvert rými. Ein leið væri að halda hugmyndafund með íbúum og fulltrúum foreldra barna á Laufásborg og ábyrgðarmönnum Laufásborgar til að ræða sig niður á góða lausn.

Foreldrar stoppa eingöngu stutta stund, ef fleiri bílastæðum yrði bætt við yrðu þau tekin af íbúum eða fólki sem vantar stæði og er á svæðinu í öðrum tilgangi. Það þarf því að tryggja pláss fyrir stutt stopp sem er ekki fyrir umferðinni en er augljóslega ekki bílastæði. Aukið pláss fæst líklega ekki nema með því að gera götuna að einstefnugötu að hluta t.d. milli Bragagötu og Njarðargötu en það mundi líklega skapa chaos að breyta því á svona litlu svæði og gæti leitt til slysa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information