Gangbraut yfir Hraunberg við leikskólann Hraunborg

Gangbraut yfir Hraunberg við leikskólann Hraunborg

Setja gangbraut yfir Hraunberg í Breiðholti við leikskólann Hraunborg. Á móts við leikskólann er göngustígur sem þarf að tengja betur saman við göngustíginn sem síðan tekur við, milli smíðaverkstæðis Fjölbrautaskólans í Breiðholti og leikskólans.

Points

Leikskólinn stendur við beygju á götunni sem gerir það að verkum að sýn inn götuna er ekki góð þegar fara á yfir hana. Hraunberg er 30 km gata en gangbraut þarna yfir myndi vonandi gefa ökumönnum betri skilaboð um að þarna sé mikið notuð gönguleið yfir götuna og því nauðsynlegt að fara varlega.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information