Göngustígur við Þorrasel - dagdeild aldraðra

Göngustígur við Þorrasel - dagdeild aldraðra

Hugmyndin er að útbúa göngustíg á lóð Þorrasels þannig að gestir dagdeildarinnar geti gengið stuttan hring og notið útivistar án þess að þurfa að vera of nálægt umferð eða fara of langt frá staðnum. Einnig væri gott að fá bekki við göngustíginn til að fólk geti sest niður á miðri leið og hvílt sig.

Points

Hreyfing er mikilvæg fólki á öllum aldri og ekki síst á efri árum. Meðalaldur gesta dagdeildarinnar er 87 ár og margir sem styðjast við göngugrindur og/eða -stafi. Það væri æðislegt fyrir gestina að fá góðan göngustíg með bekkjum þannig að hægt sé að fara í stutta göngutúra án þess að finna til óöryggis eða fara of langt í burtu.

Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd og telur hana ekki tæka í kosningu, enda er þetta innan einkalóðar. Hugmyndinni þyrfti að vísa til húsfélags.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information