Laga göngu- og hjólastíg við Klambratúni meðfram Miklubraut

Laga göngu- og hjólastíg við Klambratúni meðfram Miklubraut

Það hefur verið tímabært mörg, mörg ár að endurbæta yfirborðið á göngu- og hjólastígnum norðan við Miklabraut, meðfram Klambratúni. Hugmyndin var ekki talin tæk í fyrra, vegna þess að einhverntíman standi til að breyta Miklubraut. Þarna er slysahætta + óþægindi sem er ekki bjóðandi. Ódýrt að laga.

Points

Þegar stígurinn hættir að þjóna sínum tilgangi þá kýs fólk að fara út á götu.

*Höfundur hugmyndar* segir: Fólk með barnavagna eða reiðhjól, sérstaklega með mjóum dekkjum geta lent með dekkin á milli hellna. Þarf eiginlega að vera velvakandi til að komast hjá því. Það ætti ekki að taka einn vinnuhóp marga dagana að taka upp hellurnar setja sand, leggja hellurnar aftur. Nú eða steypa eða malbika nýjan stíg ef samþykki fæst fyrir því. Mætti alveg breikka stígnum um leið, enmikilvægast er að laga slysahættu og sýna gangandi og hjólandi aðborgin virkilega hefur velferð og þægindi þeirra í huga.

Þarna verður að gera eitthvað stax í vor. Gera þá ráð fyrir að þarna fari um bæði hjólandi og gangandi. Lagfæra þarf þverun gatna. s.s. yfir Rauðarárstíg og gera það hjólavænt. Það er beinlínis hættulegt að stunda svig framhjá skiltum, staurum og köntum og þurfa svo bæði að fylgjast með bílum sem ætla að beygja inn á Rauðarárstíg og þeim sem koma gangandi og hjólandi fyrir blindhornið við Gunnarsbraut 53

Lítill fugl sagði að enn sé tregða í kerfinu með að laga slysagildruna sem eru hellurnar, vegna þess að einhvernmtíman ( _kannski_ í október 2013 ?) standi til að _breikka_ Miklubraut þarna og gera forgangsakrein Strætó. Það kann að hafa verið ástæðan fyrir því að ekkert var gert í fyrra. Ekkert gerðist. Og hvað með síðastlíðin 10 ár ? Jafnvel þótt svæðið verði kannski raskað, þá er löngu kominn tími á lagfræringu. Verkefnið um akreinin verður bara að borga færslu stígsins.

Því fólk virðist halda að höfundur raka sem raðast efst sé höfundur hugmyndarinnar

Tek heilshugar undir ummæli hér fyrir ofan. Ég hef sjálfur dottið á reiðhjóli þarna þó ég sé mjög vanur hjólreiðamaður þó ég segi sjálfur frá. Í guðanna bæðum malbikið þessa litlu ræmu með aðskilnaði hjólandi og gangandi umferðar. Best væri að færa stíginn örlítið frá Miklubrautinni til að auka öryggi og aðgreina stíginn frá Miklubrautinni með runna eða öðrum gróðri. Bæði verður það hlýlegra og öruggara umhverfi auk þess að regnvatn /slabb sem ýrist af bílaumferð skvettist ekki á gangandi og hjólandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information