Hljóðmön meðfram Borgarvegi frá Víkurvegi að Gullengi

Hljóðmön meðfram Borgarvegi frá Víkurvegi að Gullengi

Þegar þetta hverfi var byggt ,þá var lítil umferð hér einn og einn bíll,smá meira á álagstímum. En ég og börnin mín erum ein af frumbúum þessa yndæla hverfis,frá 1993. En það hefur heldur betur breyst. Nú er mikil hljóð og loftlagsmengun varla hægt að vera úti á sumrin. þetta finnst mér mjög leitt.

Points

Fyrir um 14 árum fórum við 4 í nafni fólksins, á Borgarskrifstofur,með undirskrftalista um beiðni um hljóðmön frá u.þ.b. 90% íbúa við Laufengi. Okkur var vel tekið og talað um hversu fagmannlega hafi verið stað að undirskriftinni og þetta væri nú bara borðleggjandi. Karlinn fór fram og við brostum allan hringinn.En brosið datt fljótlega af okkur þegar þessi kom aftur inn.Ekki blíðlegur og sagði Þetta gengur ekki þið eruð bara í Húsnæðisfélagsíbúðum.Og þar með var okkur sópað út særðum og sárum!!

Þetta er örugglega þörf aðgerð. Einnig hefði vantað svona hljóðmön við Borgarveg þar sem blokkinn við Sóleyjarima 1-7 stendur en þar er mikið ónæði af umferðarnið enda mikil og hröð umferð þarna. Vonandi verður þetta gert á báðum þessum stöðum.

Bæði er mikil hávaðamengun frá götunni og ekki síður mikil slysahætta, sérstaklega fyrir lítil börn, en mörg dæmi eru um að þau hlaupi út á götuna hindrunarlaust ef af þeim er litið augnablik. Einnig eru dæmi um að bílum sé keyrt þvert yfir lóðirnar og af því skapast mikil slysahætta fyrir íbúana.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information