Hundagerði á Klambratún

Hundagerði á Klambratún

Setja upp hundagerði á Klambratúni þar sem hundar geta verið lausir.

Points

Klambratún er illa nýtt svæði sem ekkert mál væri að setja upp hundagerði í á litlu svæði af risaflæmi, þá væri hægt að fyrirbyggja lausagöngu hunda sem viðgengst þar og hundaeigendur gætu samviskulaust leyft hundunum sínum að hlaupa aðeins úr sér. Hundum og hundaeigendum í Reykjavík fjölgar og fjölgar en ekkert tillit tekið til þess og virðist sem Reykjavík sé mjög aftarlega á merinni miða við aðrar borgir sem við berum okkur við þegar kemur að hundavænu umhverfi.

Það voru rök hverfisráðs að fella þessa tillögu síðast að túnið ætti að vera fyrir fólk ekki hunda. Þá vil ég benda á að túnið er stórt flæmi og pláss fyrir ýmislegt þar og svæði á túninu sem eru illa nýtt og úr leið þar sem að hundagerði mundi ekki trufla "fólkið". Einnig má geta þess að hverjum hundi fylgir manneskja og jafnvel heil fjölskylda sem nýtur svæðisins með hundinum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information