Sæbrautin verði gerð greiðfærari.

Sæbrautin verði gerð greiðfærari.

Sæbrautin er alltof seinfarin vegna alltof margra umferðarljósa. Hana þarf að gera greiðfærari, t.d. með því að fækka/sameina gatnamót. Hér eru dæmi, það mætti sameina gatnamótin laugarnesveg -klettagarða-sæbraut í ein. Kirkjusands ljósin burt, frárein frá Dalbraut og Holtaveg inn á Sæbraut

Points

samhliða þessu mætti hækka hraðan á henni upp í 80. Ef Sæbrautin er fljótleg og greiðfær þá myndi öll umferð í gegnum hverfin í kring snar minka. Það er búið að setja svo gríðarlega mikið af ljósum á Sæbrautina sem hvorki eru samtengd né hafa skynjara að að fólk kýs frekar að keyra Laugarásveginn og Langholtsvegin.

Hækkun hámarkshraða á þessu svæði eykur slysahættu og er óþarfi. Ferðatíminn er ekki það mikill að þörf sé á aðgerðum. Höldum gatnamótunum og gleymum því ekki að þau eru ekki bara fyrir bíla heldur líka fyrir gangandi og hjólandi til að þvera Sæbraut.

Umferð minnkar ekki ef að hámarkshraði er hækkaður. Frekar munu fleiri bílar keyra þarna í gegn þar sem þeir vita að þessi leið er fljótlegri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information