Innkeyrsla að Fálkaborg

Innkeyrsla að Fálkaborg

Innkeyrslan við leikskólann Fálkaborg er stór hættuleg. Keyrt er inn frá Fálkabakka niður bratta brekku inn á bílastæðið. Búið er að teikna nýja innkeyrslu og er það von mín að þessu verði breytt

Points

Innkeyrslan er stórhættuleg, keyrt er inn af Fálkabakka, niður bratta brekku beint inn á bílastæðin. Í hálku og snjó er mjög erfitt að komast út og inn á planið. Í hálku renna bílar stjórnlaust niður svo gangandi vegfarendur eða aðrir bílar eru í hættu. Í snjó komast bílarnir einfaldlega ekki upp á Fálkabakkann, því efst í brekkunni þarftu að stoppa til þess að athuga hvort bílar séu að keyra niður götuna og kemst fólk þá ekki af stað aftur. Ég vil láta breyta svo fólk sé ekki í stór hættu.

Flott að það er búið að teikna nýja innkeyrslu. Er sú teikning í höndum borgarinnar. Þetta er mál sem þyrfti að keyra í gegn.

Mikið er ég sammála. Þetta bílaplan er líka til hábornar skammar fyrir leikskólann. Þarf tvímælalaust að laga aðkomuna og planið.

Þar að auki er bílaplanið skammarlega lítið. Stæði fyrir 7 bíla á 60 barna leikskóla. Þarna verður oft mikil teppa þegar fólk er að bíða eftir bílastæðum sem veldur enn meiri hættu.

ég veit ekki hvort að teikningarnar séu hjá borginni en ég hef þær alla vega hjá mér.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information