Sleppisvæði eða ekki? við Hólabrekkuskóla í Breiðholti

Sleppisvæði  eða ekki? við Hólabrekkuskóla í Breiðholti

Annað hvort verði gert betra sleppisvæði fyrir foreldra sem eru að skutla börnum í Hólabrekkuskóla fyrir framan innganginn að frístundaheimilinu Álfheima eða að grasræmunni meðfram gangstéttinni verði betur lokað af svo bílum sé ekki ekið á grasinu og það skemmt.

Points

Þessi grasræma breytist því miður í forarsvað þar sem foreldrar nota þetta svæði til að stöðva bílana og hleypa börnum út úr bílunum. Annað hvort þyrfti að setja fleiri holtagrjót á grasið eða loka það betur af eða að gera þetta svæði betur til þess fallið að foreldrar geti stöðvað bílana í örstutta stund til að hleypa börnunum út. Spurning hvort það létti frekar á umferð um Austurbergið ef foreldrar fá betra svæði til að stöðva bílinn við skólann án þess að stöðva umferðina í götunni. Þessu þarf einnig að fylgja að foreldrar megi ekki drepa á bílnum og fylgja börnum inn heldur aðeins að stöðva og hleypa út.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information