Lagfæra göngustíg, leiksvæði og bæta lýsingu milli Granaskjóls og Frostaskjóls

Lagfæra göngustíg, leiksvæði og bæta lýsingu milli Granaskjóls og Frostaskjóls

Mörg börn eru í hverfinu. Stígurinn er grófur og hættulegt er fyrir yngri börn að hjóla þar og illfært með barnavagna. Nauðsynlegt að malbika stíginn og bæta lýsingu. Útbúa leiksvæði, setja körfu (tilvalið ´fyrir aftan Granaskjól 43 eða Granaskjól 72) skipta út gömlum rólum vegasalti, setja bekki.

Points

Þokkalega stórt en illa nýtt svæði. Auðvelt og án mikils kostnaðar að bæta bæði öryggi og kosti þessa svæðis. Svæðið yrði með þessum hætti öruggari fyrir börnin í hverfinu og á sama tíma griðarstaður fyrir fjölskyldur í hverfinu.

Tek heilshugar undir þessa tillögu. Hef oft velt því fyrir mér, þegar ég rölti á leikskólann og snjór er yfir eða allt í svelli, af hverju þessi stígur sé gleymdur. Ekkert viðhald og aldrei ruddur, eins og hann er mikið notaður og mikil tengileið í skóla og leikskóla.

Þetta svæði mætti svipa til garðsins fyrir aftan Frostaskjól 9. Þarf ekki mikið til að gera fallegt. Malbikaður stígur, grasflatir snyrtilegar og róluvöllur tekinn í gegn með fleiri leiktækjum eins og rennibraut. Kjörið að setja nokkra bekki og bæta þarf lýsingu.

Hér er hugmynd: Búa til nokkrar holur fyrir minigolf (eins og er fyrir utan Grund á sumrin), þá gætu fullorðnir sem og börn æft púttin án þess að þurfa að fara langt ;-) Golfið er íþrótt sem sífellt fleiri stunda og þarna væri hægt að færa það aðeins nær heimilinum?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information