Gangbrautarljós yfir Arnarbakka - Gagnast skólabörnum í hverfinu

Gangbrautarljós yfir Arnarbakka - Gagnast skólabörnum í hverfinu

Ég legg til að sett verði gangbrautarljós yfir Arnarbakka, t.d. við gangbrautina sem staðsett er næst Dvergabakka. Ljósin myndu auka mikið á öryggi skólabarna sem eiga þarna leið um daglega. Umferð um þessa götu er allt of hröð og skyggni er víða ábótavant vegna gróðurs, hleðslu o.fl.

Points

Umferð um Arnarbakka er allt of hröð, þó þarna sé 30km hámarkshraði. Skólabörn úr Stekkjahverfi þurfa að fara yfir Arnarbakka á leið sinni til og frá skóla daglega. Allt of oft hafa orðið þarna atburðir þar sem börn hafa verið í hættu á leið sinni yfir þessa götu. Ljósin myndu auka öryggi til muna og bæta hag íbúa í öllu Stekkja- og Bakkahverfi, því margir fara þarna um t.d. á leið í Elliðaárdal. Hugmyndin var áður sett inn á BetriReykjavík vefinn og hefur fengið þar nokkurn stuðning.

spurning hvort steipuklumpa þrenging gerði líkt gagn , það er látið duga við fellaskóla , og upphækkun á vegi þar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information