Botnlangahringtorg milli Þangbakka 8-10 og Breiðholtsskirkju og fleiri bílastæði

Botnlangahringtorg milli Þangbakka 8-10 og Breiðholtsskirkju og fleiri bílastæði

Þar sem mikið er af eldri borgurum sem búa í Þangbakka 8 og 10 er hér tillaga að setja botnlangahringtorg á milli Þangbakka 8-10 og Breiðholtsskirkju (líkt og er fyrir utan Háskóla Reykjavíkur) svo það verði betra aðgengi fyrir þá varðandi aðkomu þeirra akandi. Kemur einnig sér vel fyrir kirkjuna.

Points

Rökin eru þau að í dag eru gangstígar, tún og gróður á þessu svæði en samt sem áður er verið að keyra þarna á milli, sérstaklega í slæmri færð, þar sem oft er verið að sækja og skutla aðilum sem eiga erfitt með gang, eru t.d. með göngugrind o.s.frv. Þar sem verið er að keyra á grasi er farið að myndast drullusvað á nokkrum stöðum. Einnig mun svona hringtorg gagnast kirkjunni við ýmsar athafnir s.s. brúðkaup, jarðafarir, þar sem hægara verður að komast að aðalinngangi kirkjunnar en það er í dag.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information