Lagfæra göngustíga í Hólahverfi

Lagfæra göngustíga í Hólahverfi

Göngustígarnir í Hólahverfi eru allir mishæðóttir og sprungnir, þar sem þeir liggja á milli húsa slútta trjágreinar langt inn á göngustígana þannig að það þarf að sveigja frá þeim.

Points

Fá íbúðareigendur til að lagfæra garðinn sinn með því að klippa greinarnar sem slútta inn á stígana. Það þarf að lagfæra hina stígana, erfitt að hjóla og ganga þar um, þeir göngustígar sem koma fyrst upp í hugann eru stígarnir bak við Vesturberg, milli skólanna, FB, Hólabrekku- og Fellaskóla. Einnig göngustígurinn á milli Hólabergs og Hamrabergs

svo er hægt að brjóta greinar um leið og maður gengur um , eina í hverri ferð, sem ná inn á stíginn.

Þarf líka að setja betri lýsingu. Litli lundurinn á bak við Vesturberg 80 (held að þetta sé rétt númer) er ekkert upplýstur og er því kjörin staður fyrir einelti.

Göngustígarnir milli Hábergs og Austurbergs eru löngu farnir að molna og springa, þetta eru göngustígar sem mikið eru notaðir af þeim sem sækja nám í Hólabrekkkuskóla og FB auk þeirra sem nýta sér boltaaðstöðu á lóð Hólabrekkuskóla. Þarf að laga helst í sumar!!!!

mér hefur ekki fundist erfitt að hjóla í efra breiðholti vegna ósléttra stíga, nema kannski malarstígarnir úti í grjótinu í móanum neðan við hóla , þar er stórgýti víða niðurgrafið í miðjum stígunum svo maður þarf að taka krók í kring eða skrölta yfir steinakolla og nibbur á hjólinu, á kannski að vera svona , þykir kannski skemmtilegra þannig. en verra þar sem maður rennur niður brekkur og nær hraða. ,og ekki heldur erfitt að hjóla vegna trjágreina innanhverfis , en á malarstígunum valda tré blindum blettum á stígnum framundan á hraðri renniferð niður brekku .

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information