Leiksvæði við Fremristekk

Leiksvæði við Fremristekk

Leiksvæðið/rólóinn við Fremristekk er að ýmsu leyti ágætur en mætti þó gera betri.

Points

Mölin á leiksvæðinu er komin á tvist og bast og berst meðal annars inn á körfuboltavöllinn sem er stéttlagður og orðinn ójafn (mætti jafna) eins er hann í sjálfu sér of lítill miðað við hvað karfan er há. Fótboltavöllurinn er lítið notaður enda malarvöllur. Stærðin er þó ekki ósvipuð og grasvallastærð sem KSÍ lét dreifa hér um landið fyrir ekki svo löngu síðan, þar er á ferð stöðluð vallarstærð og bygginaraðferð. Leiksvæðið er eins nokkuð notað af hundum og köttum.

Leiktækin sjálf eru í ágætu standi en þetta eru svo sem stöðluð leiktæki sem má finna annarsstaðar. Spurning hvort mætti poppa þennan róló upp með einhverju öðru eins og var í umræðu í morgunblaðinu og má einnig sjá nánar á vefslóð. Það er gera eitthvað öðruvísi. Hleypa ímyndunaraflinu lausu.

þarna klifra börn í mikla hæð, og þykkur sandur undir , er gott að kenna það, ekki viss. ég var með klifurdellu og fór of hátt , stöplar hallgrímskirkju td. var það þá vegna skorts á klifur þjálfun á yngri barnsaldri að ég lærði ekki að meta áhættur. væri vatn betri fallvörn , já en nei . fjaðrandi jarðvegur , spænir . stallað eða hallandi land eða fjaðrandi plötur undir klifursvæði , en þá læra þau ekki að varast föll og hæð. frekar að kenna þeim að nota sigbelti og línu til að tryggja sig við klifur. ég sá krakka leika sér með það á skólpdælustöð , þótti það nú hæpið enda hörð malbiksjörð þar, og þau mjög ung.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information